fbpx
3

Dregur til tíðinda hjá yngri flokkunum í handbolta

Það verður nóg um að vera hjá yngri flokkum FRAM í handbolta á næstunni.  Leikið verður til undanúrslita í Íslandsmótinu á fimmtudag og föstudag.  Á sunnudag fara svo fram sjálfir úrslitaleikirnir.

 

Fimmtudaginn 1.maí fara fram tveir stórleikir í Íþróttahúsi FRAM þegar 3.flokkar karla og kvenna leika til undanúrslita á Íslandsmótinu.  Strákarnir mæta FH en stelpurnar Selfyssingum.

Fim. 1.maí kl. 11:30  FRAM – FH  4 liða úrslit 3.fl. karla FRAMhús

Fim. 1.maí kl. 13:30  FRAM – Selfoss  4 liða úrslit 3.fl. kvenna FRAMhús

Tilvalið að mæta í 106 ára afmæliskaffi FRAM og horfa svo á skemmtilega handboltaleiki í framhaldinu.

 

Föstudaginn 2.maí leikur 2.flokkur karla til undanúrslita á Íslandsmótinu gegn Haukum.  Sá leikur fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 19:30.

Fös. 2.maí kl. 19:30  Haukar – FRAM  4 liða úrslit 2.fl. karla Haukahús.

 

Sunnudaginn 4.maí verður svo úrslitadagur yngri flokka í íþróttahúsinu í Austurbergi.

Leikjaplan sunnudagsins er hér fyrir neðan (allir leikirnir spilaðir í Austurbergi):

Kl. 10:00     4.fl. karla yngri
Kl. 11:30     4.fl. kvenna yngri
Kl. 13:00     4.fl. karla eldri
Kl. 14:30     4.fl. kvenna eldri
Kl. 16:00     3.fl. karla
Kl. 18:00     3.fl. kvenna
Kl. 20:00     2.fl. karla

FRAMarar eru hvattir til að mæta og styðja okkar efnilegu handboltaiðkendur á fimmtudag og föstudag og einnig á sunnudaginn í Austurbergi.

Áfram FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!