Tveir gríðarlega skemmtilegir og ekki síður spennandi leikir fóru fram í FRAMhúsinu í dag, á 106 ára afmæli FRAM. Báðir þessir leikir voru í undanúrslitum Íslandsmótsins og þar með er ljóst að FRAM á allavega 3 lið í úrslitaleikjum Íslandsmóts yngriflokka sem fram fara á sunnudag í Austurbergi.
Það voru drengirnir í 3. fl. ka sem riðu á vaðið og tókum á móti FH, það er skemmst frá því að segja að FRAM liðið hafði yfirhöndina allan leikinn og varla hægt að segja að FH hafi ógnað þeim að nokkru ráði þó þeir hafi reynt hvað þeir gátu og voru aldrei langt undan. Lokatölur 24-21. FRAM komið í úrslitaleikinn á sunnudag.
Seinni leikurinn í dag var svo leikur FRAM og Selfoss í 3. fl.kv. Þessi leikur var gríðarlega spennandi frá upphafi til enda, FRAM var þó með frumkvæðið nánast allan leikinn og í lokinn fór það svo að 1 mark skildi liðin að. Lokatölur 21-20 og FRAM komið í úrslitaleikinn á sunnudag.
Það er því ljóst að við FRAMarar eigum 3 lið hið minnsta sem leika til úrslita á Íslandsmótinu á sunnudag.
Leikjaplan sunnudagsins er hér fyrir neðan (allir leikirnir spilaðir í Austurbergi):
Kl. 11:30 4.fl. kvenna yngri FRAM – ÍBV
Kl. 16:00 3.fl. karla FRAM – Valur
Kl. 18:00 3.fl. kvenna FRAM – Fylkir
Kl. 20:00 2.fl. karla undanúrslit leikin á föstudag.
FRAMarar eru hvattir til að mæta og styðja okkar efnilegu handboltaiðkendur á föstudag og einnig á sunnudaginn í Austurbergi.
Áfram FRAM!