fbpx
Sigur á FH

Tveir sigrar í dag á 106 ára afmæli FRAM

Tveir gríðarlega skemmtilegir og ekki síður spennandi leikir fóru fram í FRAMhúsinu í dag, á 106 ára afmæli FRAM.  Báðir þessir leikir voru í undanúrslitum Íslandsmótsins og þar með er ljóst að FRAM á allavega 3 lið í úrslitaleikjum Íslandsmóts yngriflokka sem fram fara á sunnudag í Austurbergi.
2014_05_01_0596Það voru drengirnir í 3. fl. ka sem riðu á vaðið og tókum á móti FH, það er skemmst frá því að segja að FRAM liðið hafði yfirhöndina allan leikinn og varla hægt að segja að FH hafi ógnað þeim að nokkru ráði þó þeir hafi reynt hvað þeir gátu og voru aldrei langt undan. Lokatölur 24-21. FRAM komið í úrslitaleikinn á sunnudag.
2014_05_01_0602Seinni leikurinn í dag var svo leikur FRAM og Selfoss í 3. fl.kv.  Þessi leikur var gríðarlega spennandi frá upphafi til enda, FRAM var þó með frumkvæðið nánast allan leikinn og í  lokinn fór það svo að 1 mark skildi liðin að. Lokatölur 21-20 og FRAM komið í úrslitaleikinn á sunnudag.

Það er því ljóst að við FRAMarar eigum 3 lið hið minnsta sem leika til úrslita á Íslandsmótinu á sunnudag.

Leikjaplan sunnudagsins er hér fyrir neðan (allir leikirnir spilaðir í Austurbergi):
Kl. 11:30     4.fl. kvenna yngri        FRAM – ÍBV
Kl. 16:00     3.fl. karla                      FRAM – Valur
Kl. 18:00     3.fl. kvenna                  FRAM – Fylkir
Kl. 20:00     2.fl. karla                      undanúrslit leikin á föstudag.

FRAMarar eru hvattir til að mæta og styðja okkar efnilegu handboltaiðkendur á föstudag og einnig á sunnudaginn í Austurbergi.

Áfram FRAM!

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!