fbpx
O

2.flokkur FRAM leikur til úrslita á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu

Laugardaginn 3. maí leikur 2.flokkur FRAM til úrslita á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu.

FRAM og KR eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í úrslitakeppni Reykjavíkurmóts 2.flokks en þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni.  Leikurinn fer fram á KR-velli og hefst kl. 16:00.

Strákarnir hafa leikið vel undanfarið og hafa einungis tapað einum leik á þessu tímabili.  Sá tapleikur var gegn Þrótti í nóvember.  Síðan þá hafa strákarnir spilað níu leiki, unnið sjö þeirra og tvívegis gert jafntefli.

Staðan í úrslitakeppninni fyrir lokaumferðina:

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Fram 2 1 1 0   3  –    1 2 4
2 KR 2 1 1 0   6  –    5 1 4
3 Víkingur R. 2 0 1 1   2  –    3 -1 1
4 Þróttur R. 2 0 1 1   4  –    6 -2 1

FRAMarar eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram FRAM!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!