Það er núna ljóst að við FRAMarar eigum 3 lið sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta á sunnudag en leikið verður í Austurbergi. Um er að ræða glæsilegan endapunkt á keppnistímabili yngri flokka þar sem sigurvegarar vetrarins verða krýndir.
Leikjaplan sunnudagsins er hér fyrir neðan:
Kl. 11:30 4.fl. kvenna yngri FRAM – ÍBV/HK
Kl. 16:00 3.fl. karla FRAM – Valur
Kl. 18:00 3.fl. kvenna FRAM – Fylkir
FRAMarar eru hvattir til að mæta og styðja okkar efnilegu handboltaiðkendur á sunnudaginn í Austurbergi. Þeir sem ekki komast geta fylgst með á Sport-TV.
Áfram FRAM!