fbpx
Geiramenn

FRAM – ÍBV á sunnudag, fróðleikur og fleira… Mætir þú?

GeiramennFRAM – ÍBV.  Með leiknum á morgun hefst 101. ár FRAM á Íslandsmóti og jafnframt það 97. í efstu deild.  Eyjamenn hafa leikið á 65 Íslandsmótum, þar af 45 í efstu deild.

FRAM og ÍBV mættust einnig í 1. umferð efstu deildar á Laugardalsvelli árin 2005, 2009 og 2010.

88 ár frá fyrsta leiknum
Bæði FRAMarar og Eyjamenn tóku þátt í fyrsta Íslandsmótinu árið 1912. Leikur þeirra fór þó ekki fram því Eyjamenn áttu ekki nógu marga leikfæra menn eftir harðan leik við KR. FRAM lék því ekki við Eyjamenn á Íslandsmóti fyrr en árið 1926 og vann 2-1.

FRAM og ÍBV hafa leikið 77 leiki í efstu deild. FRAM sigraði Í 30 leikjum, ÍBV í 29 en 18 lauk með jafntefli. Markatalan er 111-107 FRAM í hag.

32 leikir í Laugardalnum
FRAM og ÍBV hafa leikið 32 deildarleiki í Laugardalnum. Leikirnir fóru ýmist fram á Laugardalsvelli, Valbjarnarvelli eða Hallarflötinni svokölluðu en hún var þar sem gervigrasvöllur Þróttar er núna.

FRAM sigraði í 15 leikjum, ÍBV í 9 en átta lauk með jafntefli. Markatalan 49 -31 FRAM í hag.

Síðustu 10 leikir FRAM og ÍBV í Laugardalnum

2001      FRAM – ÍBV       0-1
2002      FRAM –  ÍBV       1-2
2003      FRAM – ÍBV       2-1
2004      FRAM – ÍBV       1-2
2005      FRAM –  ÍBV       3-0
2009      FRAM – ÍBV       2-0
2010      FRAM – ÍBV       2-0
2011      FRAM –  ÍBV       0-2
2012      FRAM – ÍBV       2-1
2013      FRAM – ÍBV       0-1

Frumraun beggja þjálfara í efstu deild
Leikur FRAM og ÍBV verður frumraun beggja þjálfara í efstu deild.  Bjarni Guðjónsson tók við þjálfun FRAM síðastliðið haust eftir langan og farsælan feril  sem leikmaður.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson var líka ráðinn þjálfari ÍBV síðastliðið haust.  Hann þjálfaði A-landslið kvenna frá 2007 til 2013 og komst liðið tvisvar í lokakeppni EM undir stjórn Sigurðar árin 2009 og 2013.

Bjarni lék 14 leiki með ÍA og KR gegn ÍBV í efstu deild og var í sigurliði í átta leikjum.  Sigurður Ragnar var fimm sinnum í sigurliði í þeim tólf leikjum (með KR, Víkingi og ÍA) sem hann lék gegn FRAM.

Frumraun Bjarna í efstu deild var í 2-1 sigri Skagamanna gegn FRAM á Laugardalsvelli haustið 1995.

Heimild Leikskrá FRAM ( höfundur Ólafur Brynjar Halldórsson)

FRAMarar eru hvattir til að láta sjá sig á morgun, núna verðum við að standa saman !

Látum í okkur heyra og mætum í bláu.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email