Leikmenn meistaraflokks FRAM voru í hádeginu á sinni síðustu æfingu fyrir Íslandsmótið sem hefst á morgun. Eftir æfingu borðuðu leikmenn saman og að málsverði loknum var farið í krikjugarðinn að Lágafelli í Mosfellsbæ þar sem einn af bestu sonum FRAM, Ásgeir Elíasson, hvílir.
Fyrirliði FRAM, Ögmundur Kristinsson, lagði blóm á leiði Ásgeirs og Soffíu konu hans og Bjarni Guðjónsson sagði nokkur orð. Áður hafði Sverrir Einarsson formaður knattspyrnudeildar FRAM sagt liðsmönnum skemmtilegar sögur af Ásgeiri. Heimsókn leikmanna, þjálfara og stjórnarmanna FRAM að leiði Ásgeirs Elíassonar er orðinn hefð og markar hún upphaf Íslandsmótsins á hverju vori.
Leikmenn FRAM vonast til að sjá sem flesta FRAMARA á vellinum í sumar því stuðningur áhorfenda getur riðið baggamuninn.
Áfram FRAM!