fbpx
Rebbi

Litlar líkur á að FRAM leiki á Laugardalsvelli í maí

RebbiFyrsti leikur Pepsideildarinnar fer fram á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum á sunnudag kl. 16:00 þegar FRAM tekur á móti ÍBV. Búast má við fjölmenni á völlinn þar sem mikil endurnýjun hefur átt sér stað í báðum liðum. Þá mætast í leiknum tveir þjálfarar sem eru að þreyta frumraun sína í efstu deild karla. Bjarni Guðjónsson þjálfari FRAM er að hefja sitt fyrsta tímabil sem þjálfari og Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV hefur hingað til stýrt kvennaliðum.

Rétt er að benda áhorfendum á að inngangur á völlinn er gengt Laugardalshöllinni. Ekki verður hægt að ganga inn við félagsheimili Þróttar. Þangað þurfa stuðningsmenn FRAM, sem eru í Framherjaklúbbnum, reyndar að sækja árskort sín en þurfa síðan að ganga að suðurenda vallarins, á móti Lauagardalshöllinni, og ganga inn á völlinn þar.

Það er rétt að menn tileinki sér þetta fyrirkomulag strax því líklegt er að Framarar leiki heimaleiki sína í maí á gervigrasvellinum í Laugardal. Hverfandi líkur eru á því að Laugardalsvöllur verði spilhæfur fyrr en í byrjun júní.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!