Strákarnir okkar í 3.fl ka urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar í handbolta. Strákarnir báru sigurorð af Val 23 – 18 í úrslitaleik sem leikinn var í Austurbergi. Strákrnir okkar voru betri allan leikinn og Valsmenn náðu aldrei að ógna okkar strákum að einhverju marki. Ragnar var góður í leiknum, Arnar Freyr frábær bæði vörn og sókn, ekki var Daníel markvörður síðri en hann varði á milli 15-20 bolta í leiknum. Aðrir leikmenn skiluðu sínu og voru til fyrirmyndar.
Arnar Freyr Arnarsson var valinn maður leiksins og er vel að því kominn.
Til hamingju drengir.
Meira síðar og myndir.