fbpx
Bikarinn á loft vefur

3. fl. kvenna ÍSLANDSMEISTARI 2014

Hópurinn minniStelpurnar okkar í 3. fl.kv. urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar í handbolta eftir frækin sigur á Fylki 26 -23 í hreint ótrúlegum leik. Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn áætlega en þegar leið á hálfleikinn fór allt í baklás og Fylkir gekk á lagið, staðan í hálfleik 11 -17.  Það var það sama upp á teningnum í byrjun síðari hálfleiks, Fylkir komst í 11-19 og útlitið ekki gott.  En svo tóku okkar stúlkur við sér og fóru að spila eins þeir eiga að sér. Þær einfaldlega átu upp forskot Fylkis stúlkna og þegar 10 mín voru eftir náðum við loks að jafna leikinn.  Stelpurnar létu ekki þar við sitja heldur kláruðu leikinn með stæl og unnu að lokum með 3 marka mun 26 -23. Hreint ótrúlegt að sjá stelpurnar klára þennan leik. Hekla Rún var valinn maður leiksins en hún lék mjög vel og gerði að ég best veit ein 10 mörk í leiknum.

Glæsilegt stelpur og til hamingju með titilinn.

Meira af myndum síðar

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0