fbpx
Fram 3

Jafntefli í fyrsta leiknum

FRAM 1Það var rjómablíða í Laugardalnum í dag þegar við FRAMarar mættum Eyjamönnum í fyrsta leik Íslandsmótsins í ár.  Leikurinn var ágæt skemmtun en við hefðum viljað  fá meira út úr þessum fysta leik en tökum stigið.

Við FRAMarar réðum ferðinn að mestu í fyrri hálfleik og hefðu mátt vera búnir að setja 2-3 mörk í fyrri hálfleik en það gekk ekki eftir . Arnþór Ari Atla­son átti tvö góð færi áður en hann kom bolt­an­um í netið á 32. mín­útu gott  mark í hans fysta leik í efstu deild.  Staðan í hálfleik  1 – 0.

Eyja­menn sóttu í sig veðrið og voru heldur betri en við FRAMarar í  upp­hafi  síðari hálfleiks án þess þó að skapa sér færi að ráði. Það var svo á 74. mín­útu að Bjarni Gunn­ars­son jafnaði met­in með lag­legu marki  1-1.  Eftir þetta mark  var eins og við tækjum við okkur aftur eftir að hafa verið frekar daufir í seinni hálfleiknum.  Bæði liðin fengu svo tækifæri í lokinn til að taka bæði stigin en niðurstaðan í dag  1 -1.

Næsti leikur okkar verður í Laugardalnum á fimmtudag kl. 19:15 en þá mætum við nágrönnum okkar í Víkingi.  Sjáumst þá!

ÁFRAM  FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!