fbpx
Steinunn og asta vefur

Ásta og Steinunn áfram hjá Fram

2014_05_01_0578Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Ástu Birnu Gunnarsdóttur og Steinunni Björnsdóttur til tveggja ára. Báðar hafa þær leikið  stórt hlutverk með meistaraflokki kvenna á liðnum árum.

Ásta Birna Gunnarsdóttir

Ásta er fædd í október 1984.  Hún hefur leikið með meistaraflokki FRAM frá því veturinn 2002 – 2003 og hefur leikið yfir 300 leiki með meistaraflokki FRAM.  Hún hefur átt fast sæti í A landsliði HSÍ undanfarin ár og hefur leikið 82 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Ásta varð fyrir því óhappi að slíta krossband í hné snemma í vetur og lék því lítið með FRAM á keppnistímabilinu.  Hún er komin vel á veg í endurhæfingu og stefnir á að verða kominn á fulla ferð með FRAM þegar undirbúningur fyrir næsta vetur hefst í sumar.

2014_05_01_0574Steinunn Björnsdóttir

Steinunn er fædd í mars 1991.  Hún hefur leikið með meistaraflokki FRAM frá því veturinn 2009 – 2010.  Steinunn hefur leikið um það bil 100 leiki með meistaraflokki FRAM.  Hún hefur átt fast sæti í A landsliði HSÍ síðustu misseri og hefur leikið 14 landsleiki fyrir Ísland.

Steinunn meiddist síðastliðið haust í leik með landsliði Íslands og hefur ekki jafnað sig að fullu þó að hún hafi leikið síðustu leikina með FRAM nú í vor.  Steinunn mun nota sumarið til að jafna sig á þessum meiðslum og kemur væntanlega sterk til leiks næsta haust.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email