Arnar Freyr Ársælsson skrifaði í gær undir nýjan 2 ára samning við Fram. Freysi eins og við nefnum drenginn er 19 ára og uppalinn í FRAMari og gaman að segja frá því að hann er úr fyrstu kynslóð FRAMarar sem koma úr Grafarholti og Úlfarsárdal. Arnar Freyr hefur hann verið í lykilhlutverki í “94 árgangi FRAM sem hefur verið afar sigursæll í gegnum árin hjá FRAM. Arnar Freyr er hornamaður, mjög öflugur varnarmaður og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 ára landsliði Íslands. Arnar Freyr klárlega einn af okkar framtíðar handboltamönnum, Fram fagnar því nýjum samningi við Freysa og hlakkar til samstarfsins.
Handknattleiksdeild FRAM