fbpx
FRAm ÍBV

2 -1 tap gegn Víkingi í Laugardalnum

Það var boðið upp á ágætis fótbolta veður í Laugardalnum í kvöld og ekki yfir neinu að kvarta.
Fram 3Við FRAMarar mættum með aðeins breytt lið frá síðasta leik sem hefði ekki átt að koma að sök því við eigum marga leikmenn sem hjóta að iða í skinninu til að fá að spila leiki í efstu deild og sanna það að þeir eigi að spila alla leiki fyrir FRAM.
Leikurinn í kvöld var ekki nógu góður af okkar hálfu, það vantaði upp á áræðni, kraft, baráttu og nákvæmni í okkar leik þó við næðum aðeins að rétta okkar hlut þegar líða tók á leikinn en kannski var það bara andstæðingunn sem bakkaði og gaf okkur meira svæði ?
Vikingar voru betri en við í fyrri hálfleiknum, börðust vel og náðu að komast yfir eftir um 30 mín leik. Þannig var staðan í hálfleik.
Við FRAMarar voru svo heldur betri í síðari hálfleikum en náðum ekki að skapa mikið af færum en þegar mér fannst við vera að ná tökum á leiknum skoruðu Víkingar sitt annað mark og róðurinn erfiður.  Við reyndum hvað við gátum að setja mark sem kom að lokum en það kom einfaldlega ofseint í leiknum til að við gætum fylgt því eftir.  Víkingar pökkuðu  í vörn voru á köflum 10 í varnarlínunni og mjög erfitt að eiga við þannig verkefni.  Samt fengum við færi til að jafna leikinn en það gekk ekki í kvöld.
Það er ljóst að við þurfum að gera betur í næsta leik sem er heimaleikur gegn  Þór á mánudag í Laugardalnum.  Það þýðir ekkert að hengja haus heldur fara strax í það að undirbúa þann leik og gefa allt sem til er í þann leik.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!