Sóknarmaðurinn Björgólfur Takefusa skrifaði í kvöld undir 5 mánaða samning við úrvalsdeildarlið Fram. Björgólfur tók sér hvíld frá knattspyrnuiðkun eftir að hann sagði skilið við Val í júní í fyrra en mætir nú ferksur til leiks með Fram. Björgólfur, sem er 34 ára, er einn af mestu markaskorurum í efstu deild á þessari öld en hann vann gullskóinn 2009. Hann hefur skorað 115 mörk í 253 leikjum í meistaraflokki. Fram fagnar því að fá Björgólf Takefusa í herbúðir félagsins.