Við FRAMarar eigum 5 ungmenni sem hafa verið valin á Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna sem fram fer í Reykjavík í næstu viku. Lena Margrét leikur með úrvalsliði Reykjavíkur í handknattleik og strákarnir eru allir í úrvalsliðið Reykjavíkur í Knattspyrnu, .sannarlega flottur hópur. Þau sem valinn voru að þessu sinnu eru:
Lena Margrét Valdimarsdóttir | Fram | Háaleitisskóli |
Viktor Gísli Hallgrímsson | Fram | Sæmundarskóli |
Unnar Steinn Ingvarsson | Fram | Háaleitisskóli |
Már Ægisson | Fram | Háaleitisskóli |
Haraldur E. Ásrímsson | Fram | Sæmundarskóli |
Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fer fram í Reykjavík dagana 18.-23. maí. Keppt verður í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli, handknattleik í Laugardalshöll og knattspyrnu á Þróttarvelli.
Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948. Reykjavík tók fyrst þátt í leikunum árið 2006 í Helsinki og er nú í annað sinn gestgjafi mótsins. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd mótsins fyrir hönd Reykjavíkurborgar í samvinnu við íþróttafélögin í Reykjavík.
Keppt er í þremur íþróttagreinum á mótinu; knattspyrnu drengja, handknattleik stúlkna og frjálsum íþróttum drengja og stúlkna. Þátttakendur koma frá Helsinki, Kaupmannhöfn, Osló og Stokkhólmi auk Reykjavíkur. Hver borg er skipuð 47 manna hópi; 41 unglingur á aldrinum 13-14 ára, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Hóparnir gista á Farfuglaheimilinu í Laugardal. Reykvísku unglingarnir koma úr 17 grunnskólum í Reykjavík og 8 íþróttafélögum.
Sjá nánar á www.ibr.is
Til Hamingju FRAMarar og gangi ykkur vel !