fbpx
Jói kalli

Góður sigur í Laugardalnum í kvöld

JOæja þá er fyrsti sigur okkar FRAMara í Pepsi-deild­inni á þess­ari leiktíð staðreynd og 3 stig í húsi. Í kvöld lögðum við Þórsara af velli  í Laug­ar­dalnum 1:0 sem var ansi þægileg tilfinning og gríðarlega mikilvæg stig sem ekki verða af okkur tekinn.

Leik­ur­inn í kvöld var svo sem ekkert sérlega skemmtilegur  á löng­um köfl­um, liðin sköpuðu sér fá tækifæri  í fyrri hálfleik enda mikið í húfi, bæði liðin vildu alls ekki tapa þessum leik. Arnþór Ari fékk besta færi okkar í hálfleiknum þegar hann átti hörku­skot  sem small í stöng­inni. Staðan í hálfleik 0-0.

Það má segja að seinni hálfleikur hafi byrjað svipað og sá fyrri. En um miðjan seinni hálfleik fengum við vítaspyrnu þegar Ósi var felldur innan teigs og Jóhannes Karl sá um að skora úr vítinu af fádæma öryggi.  Eftir markið  gáfum við ekki mörg færi á okkur, Þórsarar misstu mann af velli og við lönduðum okkar fysta sigri á leiktíðinni.  Glæsilega get drengir.

Nú er vika í næsta leik sem verður sennilega leikinn á gras að Hlíðarenda ef allt gengur upp.

ÁFRAM FRAM

Forsíðu mynd Golli MBL

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!