FRAM stelpur unnu í kvöld góðan sigur í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikið var í Úlfarsárdalnum.
Leikurinn í kvöld var skemmtilegur og fjörugur eins og bikarleikir eiga að vera. Það voru samt andstæðingarnir að norðan sem náðu forrustu á 22 mín en það stóð ekki lengi því á 27 mín setti Hulda Mýrdal boltann í netið og staðan í hálfleik 1 -1.
Síðari hálfleiikur byrjaði rólega en á 69 mín náðum við að skora og var þar að verki Rebekka Katrín Arnþórsdóttir og útlitið gott. Það fór svo að lokum að við náðum að setja loka punktinn á leikinn með marki í uppbótartíma en það gerði Margrét Regína á 93 mín eftir að hafa verið inná í um það bil 3 mín. Flott nýting á spiltíma það. Lokatölur í Dalnum í kvöld 3 – 1 og sæti í 16 liða úrslitum tryggt. Flottur sigur í fyrsta alvöru leik tímabilsins en næsti leikur er í deildinn á sunnudag gegn Völsungum í Dalnum kl.13:00. Láttu sjá þig.
ÁFRAM FRAM