fbpx
margrét vefur

Flottur sigur í Borgunarbikar kvenna

Picture 011FRAM stelpur unnu í kvöld góðan sigur í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikið var í Úlfarsárdalnum.
Leikurinn í kvöld var skemmtilegur og fjörugur eins og bikarleikir eiga að vera. Það voru samt andstæðingarnir að norðan sem náðu forrustu á 22 mín  en það stóð ekki lengi því á 27 mín setti Hulda Mýrdal boltann í netið og staðan í hálfleik 1 -1.
Síðari hálfleiikur byrjaði rólega en á 69 mín náðum við að skora og var þar að verki Rebekka Katrín Arnþórsdóttir og útlitið gott.   Það fór svo að lokum að við náðum að setja loka punktinn á leikinn með marki í uppbótartíma en það gerði Margrét Regína á 93 mín eftir að hafa verið inná í um það bil 3 mín. Flott nýting á spiltíma það.  Lokatölur í Dalnum í kvöld  3 – 1 og sæti í 16 liða úrslitum tryggt. Flottur sigur í fyrsta alvöru leik tímabilsins en næsti leikur er í deildinn á sunnudag gegn Völsungum í Dalnum kl.13:00.  Láttu sjá þig.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!