fbpx
Gulli og Óli vefur

Ólafur Ægir til liðs við Fram

Gulli og  Óli ÆgirÖrvhenta skyttan, Ólafur Ægir Ólafsson,  hefur gert samning við Handknattleiksdeild Fram til næstu tveggja ára

Ólafur Ægir Ólafsson  skrifaði  í gær  undir  tveggja ára samning við FRAM. Ólafur Ægir er 18 ára og uppalinn hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Hann hefur  alla sína tíð leikið  með Gróttu og fyrir meistaraflokk félagsins síðastliðin fjögur ár.

Ólafur Ægir  leikur í stöðu hægri skyttu en hann er jafnframt liðtækur hornamaður. Þrátt fyrir ungan aldur er Ólafur Ægir afar öflugur leikmaður sem hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og nú síðast með U-20 ára landsliðinu.   Ólafur Ægir bætist í hóp ungra og efnilegra leikmanna sem  fyrir eru hjá  FRAM og mun klárlega styrkja hópinn. Félagið fagnar því samningnum við Ólaf Ægi og hlakkar til samstarfsins.

Guðlaugur Arnarsson, þjálfari meistaraflokks FRAM: “Ég býð Ólaf Ægi hjartanlega velkominn í hópinn. Hann passar vel inn í það starf sem framundan er hjá okkur í Safamýrinni. Ég hef mikla trú á honum sem leikmanni og tel að hann geti bæði styrkt liðið og vaxið sem leikmaður hjá FRAM.”

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!