fbpx
9 - Haraldur Þorvarðarson vefur

Haraldur Þorvarðarson semur við FRAM

halliHaraldur hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka til tveggja ára og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla við hlið Guðlaugs Arnarssonar

Haraldur Þorvarðarson, fyrrverandi atvinnumaður í handbolta og leikmaður FRAM hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka handknattleiksdeildar FRAM til næstu tveggja ára. Haraldur hefur þjálfað yngri flokka félagsins í fjölda ára og verið yfirþjálfari undanfarin þrjú ár. Auk þess að stýra uppbyggingarstarfi yngri flokka mun Haraldur verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla við hlið Guðlaugs Arnarssonar og þjálfa 2. flokk karla hjá félaginu.

Haraldur varð Íslandsmeistari með karlaliði FRAM í fyrra en spilaði með KR í vetur. Hann hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna til að einbeita sér að þjálfun fyrir FRAM. Á síðasta keppnistímabili þjálfaði hann 3.flokk kvenna sem var mjög sigursæll. Liðið sópaði til sín öllum þeim titlum sem í boði voru. Haraldur er einn reyndasti og sigursælasti yngri flokka þjálfari landsins og hefur komið að þjálfun margra efnilegustu leikmanna FRAM, bæði í kvenna- og karlaflokkum félagsins.

Handknattleiksdeild FRAM ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Ráðning Haraldar er því mikið ánægjuefni og gerir FRAM kleift að halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað undanfarin ár.

Handknattleiksdeild FRAM
Unglingaráð FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!