Við FRAMarar vorum fjölmennir og flottir á lokahófi HSÍ sem haldið var í Gullhömrum í gær.
FRAMarar voru tilnefndir til fjölda verðlauna og tókst okkur að hreppa nokkur verðlaun og getum við FRAMarar verði sáttir við frammistöðu okkar karla og kvenna liða í vetur. FRAMtíðin er björt í Safamýrinni
Stefán Darri Þórsson var valinn efnilegast leikmaður
Olís deildarinnar 201 4
Til hamingju Stefán Darri
Stephen Nilsen markvörður FRAM var valinn besti markvörður Olís deilarinnar 2014.
Til hamingju Stephen
Jónas Elíasson var valinn besti dómari ársins en hann dæmir með Antoni Gylfa Pálssyni.
Til hamingju Jónas og Anton
Haraldur Þorvarðarson yfirþjálfari FRAM og ný ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. ka. varð markakóngur 1. deildar karla í vetur gerði ein 140 mörk í deildinn ekki ónýtt að eiga hann á bekknum næsta vetur ???
Til hamingju Haraldur
Síðan fengum við margar tilnefningar til verðlauna og þau helstu voru:
Steinunn Björnsdóttir tilnefnd sem besti varnarmaður
Ragnheiður Júlíusdóttir tilnefnd sem efnilegast leikmaður kvenna
Sveinn Þorgeirsson tilnefndur sem besti varnarmaður
Guðlaugur Arnarsson tilnendur sem besti þjálfarinn
Sannarlega glæsilegir leikmenn og þjálfarar sem við FRAMarar eigum innan okkar raða.
Til Hamingju FRAMarar