Stefán Darri Þórsson leikmaður FRAM var í kvöld valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta á lokahófi HSÍ sem haldið var í Gullhömrum í kvöld. Stefán Darri sem er á 20 aldursári hefur leikið vel fyrir FRAM í vetur og borið varnarleik liðsins uppi eftir þær miklu breytingar sem urðu á liðinu frá því liðið varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. Til hamingju Stefán Darri.