fbpx
O

Tap að Hlíðarenda í kvöld

OÞað var sól og blíða á Valsvellinum í kvöld, völlurinn að taka við sér, er fjarska fagur en á nokkuð í land að ná sínu besta.  Þetta er samt allt að koma.
En leikurinn í kvöld var fjörugur og óhætt að setja að fyrr hálfleikur hafi verið í meira lagi fjörugur.  Valmenn náðu strax forrustu á 9 mín en Ósvald Jarl opnaði markareikning sinn í efstu deild með góðu marki á 18 mín 1-1.  Á  30 mín náðu Hlíðarenda piltar aftur forrustu  en Hafsteinn Briem jafnaði leikinn með skondnu marki á 39 mín en Valsmenn settu sitt 3 mark á 42 mín og staðan í hálfleik  3-2. Það má segja að áhorfendur hafi fengið vel fyrir aurinn og ekki hægt að kvarta yfir því  þó við vildu að mörkin væru heldur færri okkar megin.
Það var heldur ekki lognmolla yfir síðari hálfleiknum í kvöld en við þurfum að fara aðeins yfir varnarleikinn. Það má segja að Valsmenn hafi klárað leikinn í kvöld með marki á 64 mín 4-2 því eftir það var ljóst að það yrði erfitt að ná í sigur að Hlíðarenda í kvöld.  Það fór þannig að við fengum á okkur eitt mark í viðbót 5-2 en náðum að rétta okkar hlut aðeins með marki frá Hafsteini Briem á 90 mín hans annað mark í leiknum. Lokatölur að Hlíðarenda 5 -3.
Það er gott að gera 3 mörk en ekki ásættanlegt að fá á sig 5 stk.  Við höfum ekki mikinn tíma til að velta okkur upp úr þessum úrslitum næsti leikur er á fimmtudag kl. 19:15 í Laugardalnum.
Sjáumst þá!

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0