fbpx
Liðið ka

Uppskeruhátið yngri flokka FRAM í handbolta í dag og á morgun.

Fjör kaUppskeruhátíðir yngri flokka FRAM í handbolti  verða haldnar í vikunni. Eins og síðustu ár verður hún tvískipt sem hér segir:

Þriðjudaginn 20. maí kl 17:30 í Safamýri fyrir 5.-8. flokk í Safamýri og alla í 2.-4. flokki.
Miðvikudaginn 21. maí kl 17:30 í Ingunnarskóla fyrir 5.-8. flokk í Grafarholti

Hátíðirnar verða með örlítið breyttu sniði í ár. Ekki verða veitt verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmann heldur fá allir viðurkenningu. Er þetta í takt við áherslur innan íþróttahreyfingarinnar þar sem lögð er áhersla á að allir njóti sín.

Við viljum taka þátt í þessari þróun og liður í því er að hátíðin verði með þessu sniði. Þjálfarar hvers flokks munu því stíga á stokk og flytja stuttan pistil sem þeir hafa undirbúið, kalla krakkana til sín og veita öllum viðurkenningu.

Öllum veðrur boðið upp á FRAM-köku,  pylsur og drykki eftir að hafa tekið á móti viðurkenningarskjali.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Unglingaráð FRAM.

Handbolti er skemmtilegur

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!