Já þið heyrðuð rétt, stelpurnar okkar í 3. fl.kv. fótbolta senda til leiks í sumar sameiginlegt lið FRAM og Aftureldingar.
Stelpurnar okkar í 3. fl.kv eru frekar fámennar í ár og meiga því illa við því forföll verði í hópnum því var bruðið á það ráð að leita til nágranna okkar í Mosfellsbænnum og kanna með áhuga þeirra að slást í hópinn með okkar stelpum og leik undir sameiginlegu lið FRAM/AFTURELDAR. Það varð úr þar sem UMFA ætlaði ekki að senda lið til keppni í 3. fl.kv í ár. Við fögnum þessu samstarfi hjá FRAM og vonum að stelpunum okkar öllum gangi vel í sumar.
Fyrsti leikur sumarsins fór fram í Garðabæ og var þá leikið í búningum UMFA sem var örugglega einkennilegt fyrir einhverja af okkar stúlkum þ.e að leika í rauðum búningi.
ÁFRAM FRAM/AFTURELDING.