fbpx
Vefur Mark

Öruggur sigur á Fjarðabyggð í kvöld

IMG_0071Maður LeiksinsÞað var flott fótbolta veður í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar stelpurnar okkar tóku á móti Fjarðabyggð á Íslandsmótinu.
Leikurinn í kvöld var líflegur og skemmtilegur á að horfa, þó mörkin hafi vantað til að byrja með en ekki hægt að taka það af stelpunum að þær lögðu sig alla fram.   Við vorum mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og andstæðingarnir sköpuðu sér ekki nein færi. Það fór þannig að lokum að við náðum að brjóta hinn marg fræga ís á 43 mín. Þá setti Margrét Regína gott mark og mikilvægt að fara inn í hálfleik með forrustu.
Síðari hálfleikur var aldrei spennandi því við höfðum algjör tök á þessu leik, vorum miklu meira með boltann og sóttum nokkuð stíft. Það var svo á 61 mín að Dagmar skoraði flott mark með góðu skoti, þrumaði boltanum í þaknetið.
FRAM stelpur héldu áfram að sækja og á 78 mín skallaði Rebkka Katrín boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá hægri og staðan orði 3-0.Það urðu lokatölur í kvöld, öruggur sigur og gaman að sjá að stelpurnar okkar eru alltaf að reyna að spila fótbolta.  Vel gert stelpur.
Birna Sif var valinn kona/maður leiksins og fékk vegleg verðlaun í leikslok.
Það er virkilega skemmtilegur andi í FRAM liðinu núna og það verður gaman að fylgjast með stelpunum í sumar.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email