fbpx
Vefur Mark

Öruggur sigur á Fjarðabyggð í kvöld

IMG_0071Maður LeiksinsÞað var flott fótbolta veður í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar stelpurnar okkar tóku á móti Fjarðabyggð á Íslandsmótinu.
Leikurinn í kvöld var líflegur og skemmtilegur á að horfa, þó mörkin hafi vantað til að byrja með en ekki hægt að taka það af stelpunum að þær lögðu sig alla fram.   Við vorum mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og andstæðingarnir sköpuðu sér ekki nein færi. Það fór þannig að lokum að við náðum að brjóta hinn marg fræga ís á 43 mín. Þá setti Margrét Regína gott mark og mikilvægt að fara inn í hálfleik með forrustu.
Síðari hálfleikur var aldrei spennandi því við höfðum algjör tök á þessu leik, vorum miklu meira með boltann og sóttum nokkuð stíft. Það var svo á 61 mín að Dagmar skoraði flott mark með góðu skoti, þrumaði boltanum í þaknetið.
FRAM stelpur héldu áfram að sækja og á 78 mín skallaði Rebkka Katrín boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá hægri og staðan orði 3-0.Það urðu lokatölur í kvöld, öruggur sigur og gaman að sjá að stelpurnar okkar eru alltaf að reyna að spila fótbolta.  Vel gert stelpur.
Birna Sif var valinn kona/maður leiksins og fékk vegleg verðlaun í leikslok.
Það er virkilega skemmtilegur andi í FRAM liðinu núna og það verður gaman að fylgjast með stelpunum í sumar.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!