fbpx
Stefán og helga vefur

Stefán Arnarson til kvennaliðs Fram

Helga og Stefán goðStefán Arnarson skrifaði í dag undir samning við Handknattleiksdeild FRAM.  Stefán mun þjálfa meistaraflokk  kvenna næstu þrjú árin.   Það er mkill fengur fyrir FRAM að fá Stefán til liðs við félagið.  Stefán er reynslubolti og sigursæll þjálfari. Undanfarin sex ár hefur hann þjálfað  Valskonur með mjög góðum árangri og unnið með þeim marga titla.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar FRAM „Okkur þykir mikill fengur í Stefáni og hann tekur við stjórn okkar frábæra liðs á góðum tímapunkti. Ég er sannfærð um að hann mun leggja sitt af mörkum til þess að FRAM verði áfram í fremstu röð. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef við ynnum einhverja titla á allra næstu árum.“

Stefán Arnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna. „Ég er ánægður með að vera kominn til FRAM og spenntur fyrir því að takast á við verkefnin í Safamýri. Ég hef fylgst vel með liðinu á undanförnum árum og líst vel á hópinn. Hann er skemmtileg blanda af sterkum leikmönnum með reynslu auk ungra og efnilegra leikmanna.“

 Þór Björnsson
Íþróttastjóri FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!