26. heimaleikur Fram
Fram hefur leikið 25 heimaleiki við Breiðablik frá 1971. Fram sigraði í 17 leikjum, sjö lauk með jafntefli en Breiðablik hefur aðeins sigrað einu sinni, 4-1 árið 1977. Markatalan er 48-24 Fram í hag. Fram sigraði 2-0 í fyrsta leik félaganna í efstu deild sem fram fór á Melavellinum í maí 1971. Ágúst Guðmundsson og Erlendur Magnússon skoruðu mörkin.
50 leikir í efstu deild
Fram og Breiðablik hafa leikið 50 leiki í efstu deild. Fram sigraði í 26 leikjanna, Breiðablik í níu en 15 lauk með jafntefli. Markatalan er 78-56 Fram í hag.
Liðsmenn beggja félaga
Blikinn Jordan Leonard Halsman skoraði eitt mark í 20 leikjum með Fram í fyrra of Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, þjálfaði Fram á árunum 2004 og 2005. Haukur Baldvinsson skoraði sjö mörk í 56 leikjum með Breiðabliki í efstu deild á árunum 2008 til 2012. Aron Þórður Albertsson, Ingiberg Ólafur Jónsson og Ósvald Jarl Traustason leika nú með Fram.
Síðustu 10 heimaleikir Fram gegn Breiðabliki
1999 Fram Breiðablik 2-2 (1-0)
2000 Fram Breiðablik 1-1 (0-0)
2001 Fram Breiðablik 2-1 (0-1)
2007 Fram Breiðablik 1-0 (0-0)
2008 Fram Breiðablik 2-1 (2-1)
2009 Fram Breiðablik 1-1 (0-0)
2010 Fram Breiðablik 3-1 (3-0)
2011 Fram Breiðablik 1-0 (1-0)
2012 Fram Breiðablik 3-2 (1-1)
2013 Fram Breiðablik 1-1 (1-0)
Heimild. http://efstadeild.is/wp-content/uploads/2014/05/Leikskra_Fram_Breidablik_LOW.pdf