Við FRAMarar tókum í kvöld á móti Blikum á Íslandsmótinu í fótbolta.
Það verður að segjast eins og er að við getum þakkað markverði okkar Ögmundi Kristinssyni
fyrir að fara með stig úr leiknum.
Fyrri hálfleikur var ekki sérlega góður við eltum allan hálfleikinn og voru ferkar heppnir að
vera ekki undir þegar flautað var til hálfleiks. Ögmundur varði nokkrum sinnum mjög vel og sá til
þess að staðan í hálfleik var 0-0.
Við mættum hressari til síðari hálfleiks og áttum nokkrar tilraunir til að setja mark, en það var svo á 76 mín að Hafsteinn Briem þrumaði boltanum í netið hjá Blikum eftir skot frá Aroni Bjarna. Ágætt mark. Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki mikið Ósi átti ágæta skot tilraun en annars ekki mikið
að gerast. Það var svo á loka mín leiksins sem Blikar náðu að jafna úr vítaspyrnu sem dæmd var á Jóa Kalla fyrir
að setja hendina í boltann. Klaufalegt að mér fannst. Lokatölur í kvöld 1-1 og ég held að við verðum að vera sáttir
við þá niðurstöðu.
ÁFRAM FRAM