fbpx
Marta flott vefur

A landslið kvenna – Marthe Sördal eini fulltrúi FRAM að þessu sinni

marteLandsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson hefur valið 18 manna leikmannahóp til að taka þátt í æfingum fyrir lokaleiki Íslands gegn Finnum í undakeppni fyrir EM 2014 sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember n.k.

Að þessu sinni er Marthe Sördal eini fulltrúi FRAM í hópnum.  Ásta Birna Gunnarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir sem væntanlega hefðu verið þarna með eru hins vegar frá vegna meiðsla.

En þó að Marthe sé ein þarna frá FRAM núna þá eru einir sjö aðrir leikmenn í hópnum sem hafa leikið með FRAM í lengri eða skemmri tíma, en það eru þær Íris Björk Símonardóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Hildur Þorgeirsdóttir, Karen Knútsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Leikið verður við Finna í Finnlandi miðvikudaginn 11. júní n.k. og hér heima sunnudaginn 15. júní. n.k.

FRAM óskar Mörthu til hamingju með landsliðssætið.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!