fbpx
Reykjavíkur úrvalið 2014

Strákarnir okkar í Reykjavík sigruðu á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna

Reykjavíkur úrvalið 2014Reykjavíkur úrvalið 2014 liðReykjavíkur úrvalið 2014 LenaKeppni á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna sem hófst í Reykjavík á mánudaginn er nú lokið. Mótið var vel heppnað og reykvísku keppendurnir náðu frábærum árangri. Reykjavík sigraði í knattspyrnu drengja og frjálsum íþróttum stúlkna. Í handknattleik stúlkna varð Reykjavík í 3.sæti og 5.sæti í frjálsum íþróttum drengja.

Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu drengja vann mótið en þeir sigruðu Stokkhólm 3-2, Kaupmannahöfn 5-1, Helsinki 4-0 og gerðu jafntefli við Osló 1-1.

 

 

 

 

 

 

 

Reykvísku frjálsíþróttastúlkurnar sigruðu í stigakeppni höfuðborganna en reykvísku strákarnir urðu í 5.sæti. Keppt var í 100 m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og 800 m hlaupi. Linda Líf Boama sigraði í kúluvarpi og náðu margir í liðinu að bæta persónuleg met sín. Reykjavíkurúrvalið í handknattleik stúlkna varð í þriðja sæti á mótinu. Stelpurnar unnu Kaupmannahöfn 17-15 og Helsinki 19-15 en biðu lægri hlut fyrir Osló 14-19 og Stokkhólmi 18-22. Nánari úrslit má finna hér: http://ibr.is/the-nordic-capitals-school-games/results

Um 200 norrænir gestir tóku þátt í mótinu auk um 50 Reykvíkinga. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið hér á landi en það hefur verið haldið árlega frá árinu 1948. Reykjavík tók fyrst þátt árið 2006 í Helsinki. Íþróttabandalag Reykjavíkur hafði veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd mótsins fyrir hönd Reykjavíkurborgar í samvinnu við íþróttafélögin í Reykjavík. Norrænu gestirnir héldu til sín heima í morgun eftir viðburðaríka daga í Reykjavík en ásamt því að keppa fóru þau í sund, heimsóttu Þingvelli og Úlfljótsvatn og skoðuðu sig um í miðbæ Reykjavíkur.

Á flickr síðu Íþróttabandalags Reykjavíkur má finna glæsilegar myndir sem Eva Björk Ægisdóttir tók og velkomið er að nota í tengslum við fréttir af mótinu: http://ibr.is/the-nordic-capitals-school-games/photos

Við FRAMarar óskum okkar fulltrúum og Reykjavík til hamingju með árangurinn

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!