Í kvöld fór fram uppskeruhátið Handknattleiksdeildar FRAM. Eins og venjulega var fjör og fjölmenni.
Sigurður Eggertsson fyrrum leikmaður FRAM var veislustjóri kvöldsins og fór algjörleg á kostum.
Siggi Tomm og Stína sáu um matinn að vanda en þó vantaði Gumma okkkar Kolbeins sem er í
sólinni. Veitt voru verðlaun fyrir áfanga leiki, efnilegustu leikmenn og auðvitað bestu leikmenn.
Hafdís Iura fékk verðlaun f. 100 leiki
María Karlsdóttir fékk verðlaun f. 100 leiki
Marthe Sördal f. 300 leiki
Sigurbjörg Jóhanndóttir f. 300 leiki.
Efnilegasti leikmaður FRAM í mfl. kvenna var valinn Ragnheiður Júlíusdóttir
Efnilegasti leikmaður FRAM í mfl. karla var valinn Stefán Darri Þórsson
Besti leikmaður FRAM í mfl. kvenna var valinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir
Besti leikmaður FRAM í mfl. karla var valinn Stephen Nielsen
Sú skemmtilega nýbreytini var tekinn upp að salurinn valdi besta leikmann karla og kvenna.
Þ.e að þjálfara völdu ekki bestu leikmenn félagisins heldur allir þeir sem komu að starfinu í vetur.
Flott framtak sem tókst vel , Sigurbjörg og Stephen til hamingju !
Til hamingju FRAMarar