fbpx
Alexander vefur

Góður sigur í Úlfarsárdalnum í kvöld

FagnaðAlexanderÞað var vel mætt og dásamlegt fótbolta veður í Úlfarsárdalnum í kvöld. Sérlega gaman að fá tækifæri á því að leika einn alvöru leik á framtíðarsvæði FRAM í Úlfarárdal.
Fyrri hálfleikur var eins og við mátti búast. KA- menn lágu frekar aftarlega á vellinum, við því meira með boltann en það getur verið snúin staða.  Okkur  gekk illa að sækja gegn þéttir vörn og náðum satt að  segja ekki að opna þá mjög mikið, eitt skot í tréverkið  var öll uppskeran og staðan í hálfleik 0-0.
Við FRAMarar mættum svo mun ákveðnari til leiks í þeim síðar og tókum algjörlega völdin,  sóttum nokkuð stíft sem skilaði loks marki á 67 mín leiksins. Þá skallaði Alexander Már bolta glæsilega í netið eftir hornspynu, vel gert hjá drengnum.  Efir markið jafnaðist leikurinn og við gáfum aðeins eftir en KA náði aldrei að skapa sér verulega hættuleg færi.  Sanngjarn 1-0  sigur í Úlfarsárdalum í kvöld.

Næsti leikur drengjanna er svo á mánudag í vesturbænum, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!