fbpx
IMG_0071

Grátlegt tap í Borgunarbikarnum í gær

IMG_0061Stelpurnar okkur hófu leik í Úlfársárdalnum í gær kl. 20:30 og leiknum lauk ekki fyrr en að ganga tólf.  Það var mögnuð spenna í þessum leik en því miður datt þetta ekki okkar megin í gær.
Fyrri hálfleikur var skemmtilegur, bæði liðin að reyna að skora en samt ákveðinn varfærni í öllum aðgerðum liðanna. Staðan í hálfleik  0-0. Það mátti því búast við atgangi í þeim seinni sem kom svo á daginn.
Síðari hálfleikur var vart byrjaður þegar Anna Marzelíusard setti gott mark á 47 mín. 1-0.  Það var svo á 56 mín sem Sara Lizzy fyrrum leikmaður FRAM jafnaði leikinn  og spennan að magnast í Dalnum. Á 67 mín sauð upp úr þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu  og í kjölfari var þjálfari andstæðingana sendur niður að á (Úlfarsá) til að kæla sig.  Dagmar Ýr skorðai örugglega úr vítinu 2-1. Eftir þetta mark sóttu KR stelpur meira og það fór svo að lokum að slakur dómari leiksins dæmdi víti á 93 mín og lokatölu eftir venjulegan leiktíma 2-2.
Í framlengingunni  voru andstæðingarnir sterkari og þær settu á okkur gott mark beint úr aukaspyrnu á 99 mín. Þrátt fyrir bráttu okkar stúlkna alveg fram á síðustu mín tókst okkur ekki að skora og niðurstaðan í gær tap 2-3. Bikardraumurinn því úti þetta árið.  Stelpurnar okkur fá samt hrós fyrir sína frammistöðu, þið voruð flottar.

Næsti leikur er svo hjá forsetanum í Bessastaðavelli endilega kíkið til Óla á fimmtudag í næstu viku. Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!