fbpx
hafdis vefur

Handknattleiksdeild FRAM framlengir við Hafdísi

Gummi og HafdisHandknattleiksdeild FRAM hefur gengið frá nýjum samningi við Hafdísi Shizuka Iura.  Hafdís er tvítug og uppalin í FRAM og hefur spilað þar allan sinn handboltaferil.  Hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik veturinn 2009 – 2010 og meistaraflokksleikirnir eru orðnir yfir 100.  Nýji samningurinn er til tveggja ára. Hafdís hefur átt nokkuð fast sæti í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Handknattleiksdeild FRAM að geta enn byggt á ungum og efnilegum uppöldum leikmönnum eins og gert hefur verið undanfarin ár.  Handknattleiksdeild FRAM bindur miklar vonir við að Hafdís geti á næstu árum orðið einn af máttarstólpum FRAM liðsins.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email