Það var boðið upp á skemmtilegan fótboltaleik í Frostaskjólinu í kvöld, hraði, barátta, skemmtilegt spil og í raun allt þar á milli. Það er samt ægilegt að þurfa að spila á svona grasvöllum og komið fram í júní. Það verður verk að vinna að laga þennan völl núna en það er ekki okkar höfuðverkur.
Leikurinn í dag byrjaði eins og við var að búast við lágum aðeins tilbaka og beittum skyndisóknum og gekk það bara vel. Vesturbæjarliðið komst samt yfir á 15 mín en við náðum að jafna fljótlega þegar Ásgeir Marteinsson gerði gott mark á 27 mín. Þannig var staðan í hálfleik en vorum óheppnir að koma boltnum ekki í netið á 38 mín þegar flott skot Ásgeirs dansaði á línunni eftir viðkomu í stönginni.
Siðari hálfleikur var griðarlega skemmtilegur og á 57 mín gerði Viktor Bjarki gott mark eftir flottan samleik FRAMara. Flott mark ! Eftir markið var mikið fjör í leiknum og smá hiti en allt innan skekkjumarka. Það fór samt svo að KR náði að jafna á 76 mín og 80 mín fengum við svo á okkur víti sem Ögmundur varði en það dugði ekki því frákastið endaði í netinu. Lokatölu í vestubænum í dag 3-2 tap sem er heldur fúllt.
Það reikna svo sem ekki margir með því að fara með 3 stig heim úr Frostaskjólinu en við FRAMarar eru drullu fúlir með að fá ekkert út úr þessum leik í kvöld. En svona er þetta og ekkert við því að segja, flottur leikur hjá okkar mönnum í dag.
Næsti leikur okkar verður vonandi á Laugardalsvellinum eftir rúma viku gegn Keflavík.
ÁFRAM FRAM