fbpx
Senter

Graut fúllt tap í vesturbænum

O
OÞað var boðið upp á skemmtilegan fótboltaleik í Frostaskjólinu í kvöld, hraði, barátta, skemmtilegt spil og í raun allt þar á milli. Það er samt ægilegt að þurfa að spila á svona grasvöllum og komið fram í júní. Það verður verk að vinna að laga þennan völl núna en það er ekki okkar höfuðverkur.
Leikurinn í dag byrjaði eins og við var að búast við lágum aðeins tilbaka og beittum  skyndisóknum og gekk það bara vel.  Vesturbæjarliðið komst samt yfir á 15 mín en við náðum að jafna fljótlega þegar Ásgeir Marteinsson gerði gott mark á 27 mín. Þannig var staðan í hálfleik en vorum óheppnir að koma boltnum ekki í netið á 38 mín þegar flott skot Ásgeirs dansaði á línunni eftir viðkomu í stönginni.
Siðari hálfleikur var griðarlega skemmtilegur og á 57 mín gerði Viktor Bjarki gott mark eftir flottan samleik FRAMara. Flott mark ! Eftir markið var mikið fjör í leiknum og smá hiti en allt innan skekkjumarka. Það fór samt  svo að KR náði að jafna á 76 mín og 80 mín fengum við svo á okkur víti sem Ögmundur varði en það dugði ekki því frákastið endaði í netinu.  Lokatölu í vestubænum í dag 3-2 tap sem er heldur fúllt.
Það reikna svo sem ekki margir með því að fara með 3 stig heim úr Frostaskjólinu en við FRAMarar eru drullu fúlir með að fá ekkert út úr þessum leik í kvöld. En svona er þetta og  ekkert við því að segja, flottur leikur hjá okkar mönnum í dag.
Næsti leikur okkar verður vonandi á Laugardalsvellinum eftir rúma viku gegn Keflavík.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!