fbpx
vefur Arnþor

Jafnt í Laugardalnum í kvöld

Ingi OliÞað var gaman að komast aftur á Laugardalsvöllinn eftir viðkomu á hinum ýmsu völlum borgarinnar. Völlurinn er allur að koma til og orðinn nokkuð góður.
Við byrjuðum leikinn í kvöld ekki nógu vel vorum hálf klaufalegir á vellinum og héldum boltanum illa. Það var svo eftir algeran klaufagang í vörninn sem við færðum keflvíkingum mark á hinu fræga silfurfati.  Þrátt fyrir að spila ekki vel í fyrri hálfleik áttum við samt færi og fleiri hálffæri, hefðum alveg getað verið yfir eftir fyrri hálfleikinn þrátt fyrir að spilið gengi illa.  Það var sem sagt  á 43 mín sem Ingiberg Jónsson jafnaði leikinn með ágætu skoti eftir hornspyrnu.  Strax á eftir björguðu svo keflvíkingar á línu en staðan í hálfleik 1-1 og leikur okkar mann að batna til muna.
Siðari hálfleikur var svo sem ekki góður en við vorum ótrúlegir klaufar að ná ekki að setja mark eða jafnvel mörk því við fengum færin til að klára þennan leik svo mikið er víst. Það sem var jákvætt var að allir voru að leggja sig fram og vinnsla í liðinu var almennt góð, það er gaman að horfa á marga þessa drengi sem við eigum núna.  Við verðum að nýta betur færin sem við erum að skapa, ég er sannfærður um að það mun koma með þessari spilamennsku. Keflvíkingar sköpuðu sér sáralítið af færum þrátt fyrir að við lékum 10 síðustu 10-15 mín leiksins en markaskorarinn Ingiberg fékk sitt annað gula spjald á 81 mín.  Eins og eftir síðasta leik þá eru úrslitin vonbrigði,  tökum stigið en þurfum að fara að klára leikina okkar betur, þurfum að trúa því að við getum gert það. Þá detta fleiri stig í hús.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!