fbpx
vefur Arnþor

Góður 1 – 4 sigur FRAM á Fjölni í Grafarvogi

OÞað voru ágætar aðstæður sem boðið uppá í kvöld í Grafarvoginum, alveg ljóst að vellirnir eru allir að koma til. Bjarni Guðjónsson gerði  tvær breytingar á liði FRAM fyrir leikinn í kvöld. Ingiberg Ólafur Jónsson og Viktor Bjarki Arnarsson léku ekki í kvöld en  Haukur Baldvinsson og Halldór Arnarsson tóku þeirra sæti í liðinu. Ingiberg er í banni og Viktor meiddur.
Leikurinn í  kvöld var ljómandi góður af hálfu okkar FRAMara og snemma ljóst að við ætluðum ekki að gefa nein stig í þessum leik.  Fyrri hálfleikur var í raun eign okkar FRAMara en það var á 19 mín sem Tryggvi Bjarnason setti gott mark með góðu skalla, flott mark.  Á 28 mín bættum við FRAMarar svo við öðru marki en þar var að verki Ásgeir Marteinsson með skoti af stuttu færi.  Staðan í hálfleik 0 – 2 verðskulduð forrusta hjá okkar mönnum.
Síðar hálfleikur byrjaði rólega og ekki mikið að gerast, við gerðum tvær breytingar í hálfleik og það tók smá tíma að koma liðinu saman á nýjan leik.  Það var svo á 65 mín að Fjölnir náði að setja á okkur mark og allt opið aftur.  En það má segja að við höfum klárað leikinn með frábæru skoti Arnþórs Ara á 81 mín og það var svo Aron Þórður Albertsson sem kláraði þetta endanlega með góðu marki á 86 mín.  Flottur sigur í Grafarvoginum,  lokatölur 1-4 .  Vel gert drengir og mikilvægur sigur í höfn.
Næsti leikur er svo við KV á miðvikud. 18. júní í Borgunarbikarnum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!