fbpx
vefur Arnþor

Góður 1 – 4 sigur FRAM á Fjölni í Grafarvogi

OÞað voru ágætar aðstæður sem boðið uppá í kvöld í Grafarvoginum, alveg ljóst að vellirnir eru allir að koma til. Bjarni Guðjónsson gerði  tvær breytingar á liði FRAM fyrir leikinn í kvöld. Ingiberg Ólafur Jónsson og Viktor Bjarki Arnarsson léku ekki í kvöld en  Haukur Baldvinsson og Halldór Arnarsson tóku þeirra sæti í liðinu. Ingiberg er í banni og Viktor meiddur.
Leikurinn í  kvöld var ljómandi góður af hálfu okkar FRAMara og snemma ljóst að við ætluðum ekki að gefa nein stig í þessum leik.  Fyrri hálfleikur var í raun eign okkar FRAMara en það var á 19 mín sem Tryggvi Bjarnason setti gott mark með góðu skalla, flott mark.  Á 28 mín bættum við FRAMarar svo við öðru marki en þar var að verki Ásgeir Marteinsson með skoti af stuttu færi.  Staðan í hálfleik 0 – 2 verðskulduð forrusta hjá okkar mönnum.
Síðar hálfleikur byrjaði rólega og ekki mikið að gerast, við gerðum tvær breytingar í hálfleik og það tók smá tíma að koma liðinu saman á nýjan leik.  Það var svo á 65 mín að Fjölnir náði að setja á okkur mark og allt opið aftur.  En það má segja að við höfum klárað leikinn með frábæru skoti Arnþórs Ara á 81 mín og það var svo Aron Þórður Albertsson sem kláraði þetta endanlega með góðu marki á 86 mín.  Flottur sigur í Grafarvoginum,  lokatölur 1-4 .  Vel gert drengir og mikilvægur sigur í höfn.
Næsti leikur er svo við KV á miðvikud. 18. júní í Borgunarbikarnum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0