fbpx
Alexander vefur

Alexander Már með þrennu í góðum sigri á KV í bikarnum

Alexander MárÞað var lá dautt veður í Egilshöll í kvöld þegar við mættum Vesturbæjarliðinu KV í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Daði okkar Guðmundsson var í liðinu og það veit bara á gott að fá Daða aftur á ferðina.
Fyrri hálfleikur var varla byrjaður þegar Haukur Baldvins stimplaði sig inn í leikinn með ágætu marki á 6 mín, 0-1.  Stuttu síðar fengum við svo vítaspyrnu eftir brotið var á Aroni Þórði, Hafsteinn Briem tók spyrnuna og skaut hátt yfir, svo hátt að boltinn var enn á uppleið þegar hann lenti í netinu fyrir aftan mark KV.  Þegar þarna var komið hafði maður helstar áhyggjur af því að leikmenn KV myndi meiða einhvern alvarlega en leikur þeirra snérist afskaplega lítið um fótbolta, heldur um það eitt að  sparka í menn og hrinda, eru sennilega betri í því en að spila fótbolta en svona er þetta stundum.  KV náði samt að jafnaleikinn með góðu skoti beint út aukaspyrnu á 39 mín 1-1.  Það var svo Aron Þórður  sem kom okkur aftur yfir með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur en Aron gerði vel í því að fá vítaspyrnurnar tvær. Vel gert Aron.  Staðan í hálfleik 1-2.
Síðari hálfleikur var svo eign okkar FRAMarar frá upphafi til enda, við vorum miklu betri á öllum sviðum, leikmenn KV voru búnir að hlaupa af sé mestu hornin og voru „hættu minni“ þegar líða tók á leikinn, hættir að sparka menn niður að mestu en minntu þó á sig allt til enda með kjánalegum brotum.  Alexander Már tók svo til sinna ráða í 63 mín þegar hann gerði gott mark eftir flottan undirbúning Ósvalds  1-3. Alexander var aftur á ferðinni á 73 og 76 mín , staðan orðin 1-5 og leiknum lokið.  En eins og við mátti búast þá slökuðum við helst til mikið á eftir þetta  og við gerðum okkur seka um tvenn varnarmisstök sem gáfum Vesturbæjarliðinum 2 mörk sem var algjör óþarfi en breytti svo sem engu. Lokatölur í kvöld  3-5 og sæti í 8 liða úrslitum tryggt.
Strákarnir spiluðu vel í kvöld og kláruðu erfitt verkefni vel og fyrir það eiga þeir hrós skilið.
Dregið verður í bikarnum í hádeginu á föstudag og þá kemur í ljós hverjir andstæðingarnir verða í næstu umferð.

ÁFRAM FRAM !

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!