fbpx
Vefur

Þröstur Bjarkason gengin til liðs við FRAM

Helga og Þrostur godÞrosturHandknattleiksdeild FRAM skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Þröst Bjarkason. Þröstur er 25 ára og hefur búið í Þýskalandi frá árinu 1999.  Þröstur hefur leikið með TV 05 Mulheim undanfarin ár en liðið lék í 4.deildinni í Þýskaland.  Þröstur er 196 cm á hæð og leikur í stöðu skyttu og þykir öflugur varnarmaður. Þröstur er nú fluttur heim til Íslands og hyggist hefja nám við Háskóla Íslands í haust. Eins og áður sagði þá lék Þröstur með TV 05 Mulheim í þýsku 4 deildinn en þjálfari liðsins er Hilmar Bjarnson fyrrum leikmaður FRAM en Hilmar er einnig fósturfaðir Þrastar.  Guðlaugur Arnarson þjálfari FRAM sagðist vera ánægður með að fá  Þröst til FRAM  og hann ætti klárlega eftir að auka breiddina í FRAMliðinu í vetur.
Handknattleiksdeild FRAM bíður Þröst velkominn í félagið.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!