Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Stefán Baldvin Stefánsson, Sigurð Þorsteinsson, Arnar Snæ Magnússon og Valtý Má Hákonarson til tveggja ára. Allir þessir leikmenn lékum með meistaraflokki FRAM í vetur.
Þröstur, Valtýr, Arnar Snær, Stefán Baldvin og Guðlaugur Arnarson.
Á myndina vantar Sigurð Þorsteinsson
Stefán Baldvin Stefánsson
Stefán Baldvin er fæddur árið 1981 og hefur alla tíð leikið með FRAM. Stefán er einn af þeim leikmönnum sem getur borið titilinn „Herra FRAM“ gríðarlega reyndur leikmaður. Stefán er mikill íþróttamaður og gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir félagið og sérstakt fagnaðarefni að Stefán muni spila fyrir FRAM allavega næsta árið.
Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson er fæddur árið 1995, uppalinn í FRAM. Sigurður hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og er einn af framtíðarleikmönnum FRAM. Það verður því spennandi að fylgjast með Sigurði á komandi árum.
Arnar Snær Magnússon
Arnar Snær Magnússon er fæddur árið 1994 og hefur leikið með FRAM frá unga aldri. Arnar Snær er örvhentur hornamaður og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, Arnar var óheppin með meiðsl í vetur og var mikið frá, klárlega einn af okkar efnilegu leikmönnum.
Valtýr Már Hákonarsson
Valtýr Már Hákonarsson er fæddur árið 1994 og er uppalinn í FRAMari. Valtýr hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, er efnilegur markvörður sem á framtíðina fyrir sér. Valtýr náði ekki að leika marga leiki fyrir FRAM á liðnu tímabili en mun örugglega gera tilkall til þess að fá að spreyta sig meira í vetur.
Handknattleiksdeild FRAM