fbpx
vefur Arnþor

Tap í Laugardalnum gegn FH

749346Það var ekkert að vallaraðstæðum á Laugardalsvellinum í kvöld en dálítill vindur. Við lékum undan vindi í fyrri hálfleik,  í  átt að sundlauginni.  Það má eiginlega segja að það hafi verið það merkilegasta sem gerðist í þessum leik í kvöld svo slakur var hann af okkar hálfu.
Við mættum alls ekki til leiks í  kvöld, vorum víðs fjarri fyrstu  mín. leiksins en það tók Fimleikafélagið   8 mín að komast í 0-1. Þá var eins og við tækjum aðeins við okkur , unnum okkur aðeins inn í leikinn, áttum einhver færi en það dugði skammt og staðan í hálfleik 0-1.
Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og sá  fyrri  við alls ekki með á nótunum og héldum uppteknum hætti að gefa mörk eftir slaka varnarvinnu og misstök. Staðan eftir 58 mín var 0-3  en  það var svo á loka mín. leiksins sem  fjórða markið kom og lokatölur í kvöld 0-4.
Þetta var sem sé  slakt af okkar hálfu í kvöld og við þurfum aðeins að fara yfir málin fyrir næsta leik sem er á föstudag gegn Stjörnunni í Laugardalnum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email