Stelpurnar okkar í mfl. kvenna héldu snemma í morgun austur á Höfn í Hornafirði en þær átti leik við Sindra kl. 16:30. Stelpurnar voru ekkert að víla fyrir sér að keyra austur og spila einn léttan leik á humarhátíð.
Hef ekki upplýsingar um gang mála í leiknum en lokatölur urðu 1-5 okkar stelpum í hag. Þær hafa svo örugglega gúffað í sig dálítð af humri áður en haldið var tilbaka, saddar og sælar eftir góðan dag.
Staðan var sem sagt 0-3 í hálfleik með mörkum Rebekku Katrínar á 35 og 41 mín og Margrétar Regínu á 39 mín. Í síðari hálfleik náðu heimakonur að minnka muninn 53 mín 1-3 en lengra komust þær ekki, Margrét og Rebekka bættu við sitthvoru markinu á 70 og 75 mín. Lokatölur eins og áður sagði 1-5. Rebekka Katrín Arnþórsdóttir setti sem sagt þrennu í leiknum og Margrét Regína var með 2 mörk.
Vel gert stelpur og góða ferð heim.
ÁFRAM FRAM