fbpx
Partillefara 2014 vefur god

120 FRAMarar lögðu afstað á Partille-cup í gær

2014_06_29_0855Það var stór og föngulegur hópur ungmenna sem mætti við FRAMheimilið í gærkvöldi.  Þar voru mættir saman FRAMarar í  4 og 5. fl.karla og kvenna handbolta að leggja í ferð til Svíþjóðar á hið árlega Partille-cup mót. Við FRAMarar höfum farið á þetta mót annað hvert ár síðastliðin tuttugu  ár eða svo, þannig að það er kominn þokkaleg hefð á að fara á þetta mót.   Unglingaráð FRAM hefur samt tekið þá ákvörðun að hætta nú að fara með 5. fl. á þetta mót og verður þetta síðasta ferðin sem 5. fl. ka. og kv. fara á Partille-cup  en eftir sem áður munum við við fara erlendis á mót bara spurning hvert verður farið en  þá verður eingöngu farið með 4 . fl. og eldri hópa.
Hópurinn sem lagði afstað í gær telur um 120 keppendur, fararstjóra og þjálfara, auk þess sem einhverjir foreldarar hafa skipulagt ferð til Svíþjóðar til að fylgjast með krökkunum á mótinu. Partille-cup er stærsta handboltamót í heimi en áætlað er að keppendur á mótinu núna séu eitthvað í kringum 21.000 í yfir 1100 liðum.  Mótið fer fram í Gautaborg og þar verða því spilaðir nokkrir handboltaleikir á næstu dögum. Mótinu líkur svo á laugardag 5. Júlí en þá verður leikið til úrslita. Mótið er að mestu leikið utandyra en úrslitaleikirnir eru samt leiknir inni.  En mótið er ekki bara handbolti og það verður ýmislegt brallað á meðan á mótinu stendur farið í vatnagarð, tívolí, skemmtikvöld þar sem öll liðin koma saman osfv.
Við vonum að allir skemmtil sér vel í Gautaborg í vikunni,  að liðunum okkar gangi sem best og allir komi sælir og glaðir heim.  Góða skemmtun FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!