fbpx
fram evropu

FRAM mátti sætta sig við tap í Evrópudeildinni í kvöld

liðiÞað er nú ekki á hverjum degi sem við FRAMarar tökum þátt í Evrópukeppni og það voru því vonbrigði að mæta á völlinn í kvöld, 500 FRAMarar voru mættir að styðja liði okkar.  Það voru töluvert fleiri sem mættu á bikarúrslitaleikinn þar sem við náðum að tryggja okkur titilinn sem kom okkur í þennan leik, því fannst mér dapurt að sjá ekki fleiri FRAMara styðja við bakið á liðinu. Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur sem köllum okkur FRAMara.
Leikurinn í kvöld fór rólega afstað eins og við mátti búast, liðin vildu greinilega sjá hvað andstæðingurinn hefði upp á að bjóða.  Við FRAMarar vorum full rólegir að mér fannst, eins og við værum pínu hræddir við að taka afskarið en það lagaðist þegar líða tók á hálfleikinn.  Við bættum okkar leik þegar líða tók á hálfleikinn og smá sama áttuðu menn sig á því að andstæðingarnir voru enginn undrabörn í fótbolta. Fá markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan 0-0 eftir 45 mín.
Ég hélt að okkar menn myndu mæta af meiri krafti í síðari hálfleikinn en varð fyrir smá vonbrigðum, hinsvegar spiluðum við oft ágætan fótbolta en það vantaði meiri áræðni í okkar leik.  Það var svo á 61 mín sem við fengum á okkur klaufalegt mark eftir hornspyrnu. Í raun bölvað heppnis mark en ekki spurt af því, sérstaklega þegar haft er í huga að Eistarnir fengu í raun ekki færi í þessum leik.  Eftir markið reyndum við að sækja og fengum færi til að jafna þennan leik, en allt kom fyrir ekki. Súrt tap staðreynd í þessum mikilvæga Evrópuleik.
En það er enginn ástæða til þessa að hengja haus strax því seinni leikurinn er eftir og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við vinnum þann leik í Eistlandi. Andstæðingurinn er bara ekki það sterkur að það sé ekki hægt ef allir okkar leikmenn mæta og gefa allt í leikinn. Strákar þetta er vel hægt.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0