fbpx
IMG_0071

Tap á Bessastaðavelli í gær

BessastaðirÞað var frískandi  fótboltaveður á Bessastaðavelli í gær kveldi , rok og rigning á köflum sem það gaf möguleika á allsskonar fótbolta. Völlurinn mjög blautur og þungur.
Það má segja að stelpurnar okkar hafi aldrei átt mikla möguleika í kvöld, þannig var stemmingin í liðinu.  Einhver deyfð í mannskapnum alveg öfugt við kraftinn í veðrinu, það verður að gera þá kröfu til allra leikmanna að nenna að hlaupa þó veðrið sé vont.  Við fengum á okkur mark um miðjan fyrri hálfleik og náðum ekki að jafna það þrátt fyrri þokkalegar tilraunir og að vera heldur meira með boltann. Staðan í hálfleik 1-0.
Síðari hálfleikur  spilaðist ekki vel fyrir okkur fengum á okkur mark á 55 mín og svo annað á 75 mín sem þýddi að úrslitin voru klár.  Við héldum áfram að vera töluvert með boltann í seinni hálfleiknum en náðum okkur ekki á strik og við þurfum að fá meira framlag frá öllum leikmönnum liðsins.  Lokatölur í gær 3-0.
Næsti leikur verður leikinn á heimavelli okkar FRAMara í Safamýrinni, loks orðið leikfært á grasinu okkar þar.
FRAM – ÍR á mánudag kl. 20:00, láttu sjá þig.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!