fbpx
liði

Bikardraumurinn úti eftir tap gegn Keflavík

BjörúlfurÞað voru góðar aðstæður til fótboltaiðkunnar í kvöld en ekki voru margir mættir til að hvetja liðið okkar.  Þó voru kunnuleg andlit mætt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir mætinguna.
Leikurinn í kvöld var ekki okkar besti leikur, því miður,  það var eins og við hefðum ekki kraft eða áhuga á því vinna þennan leik.  Leikur okkar er hægur og fyrirsjáanlegur, það heyrist ekki í nokkrum manni og það vantar eitthvað dráps eðli í liðið eins og er.
Fyrri hálfleikur var frekar rólegur og það gerðist í raun ekki mikið, fá færi hjá báðum liðum en það var  á 23 mín sem keflvíkingar náðu að skora eftir gott samspil, gott mark.  Við fengum færi til að skora en nýttum það ekki.   Staðan í hálfleik 0-1.
Síðari hálfleikurinn var svo algjör eign Suðurnesja manna, við náðum aldrei tökum á leiknum og fengum á okkur 2 mörk 58  og 75 mín. Við komumst aldrei í takt við þennan leik og keflvíkingar voru hreinlega betri á flestum sviðum leiksins.  Við fengum þó færi í lokinn og náðum að skora eitt þegar Björgúlfur Takefusa opnaði markareikning sinn fyrir FRAM með ágætum marki en það var bara ofseint.  Bikardraumurinn er þar með úti þetta árið og ekki meira um það.
Nú er seinnileikurinn í Evrópukeppninn okkar næsti leikur og þar er mikið í húfi. Strákar,  þar þurfa allir að koma algjörlega brjálaðir til leiks ef við viljum  ná góðum úrslitum í þeim leik.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0