Það var sól og blíða í Safamýrinni í kvöld þegar stelpurnar okkar í mfl. kvenna léku þar sinn fyrsta heimaleik á grasi. Leikið var gegn ÍR, mikilvægur leikur þar sem liðin eru á svipuðum stað um miðja deild.
FRAM liðið mætt vel stemmt til leiks í kvöld allir leikmenn liðsins frískir að sjá og allir lögðu sitt af mörkum í kvöld meira að setja Mjöll var að rífa sig í markinu. Fyrri hálfleikur var bærilega fjörugur og við fengum mörg ágæt færi sem við hefðum getað nýtt betur. Það var svo Hulda Mýrdal sem braut ísinn á 34 mín með skalla sem sigldi lauflétt í netið, held samt að Dagmar systir hennar hafi ýtt boltanum yfir línuna og gæti fengið þetta mark skráð á sig. Þær munu eflaust rífast um þetta mark í næsta jólaboði. Þannig var staðan í hálfleik og við með tök á leiknum að mér fannst. Rebekka Katrín skorar með góðu skoti frá markteig
En Breiðholtsstelpur byrjuðu seinni hálfleikinn af fullum krafti og við áttum í smá vandræðum með að byggja upp spil fyrstu 10 mín í seinni hálfleik. En þá var eins og við vöknuðum aftur og byrjuðum að berjast um alla bolta á vellinum og það skilaði sér með marki á 61 mín en þá setti Rebekka Katrín mark með góðu skoti. Eftir markið náðum við algjörum tökum á leiknum aftur. Dagmar Mýrdal setti svo fallegt mark á 71 mín með skoti utan af kanti, átti kannski að vera fyrirgjöf en fallegt mark engu að síður. Andstæðingurinn náði aldrei að ógna marki okkar FRAMara að neinu marki eftir þetta og öruggur 3 – 0 sigur í höfn.
Stelpurnar hafa kannski spilað betur en í kvöld en leikurinn í heild góður, baráttan til fyrirmyndar og allir leikmenn að leggja sitt af mörkum. Vel gert stelpur.
ÁFRAM FRAM