Strákarnir okkar í meistaraflokki karla eru núna komnir til Tallin í Eistlandi þar sem þeir undirbúa sig fyrir seinnileikinn gegn Nömme Kalju í Evrópudeildinni en leikurinn fer fram í Tallin á fimmtudag kl. 16:00.
Strákarnir löguð afstað í gær og var reiknað með að þeir kæmust á áfangastað um kl. 23:15 í gær.
Dagurinn í dag ferð því í undirbúning fyrir leikinn og munu þeir taka góða æfingu seinnipartinn í dag ásamt því að skoða sig um í borginni. Leikurinn fer svo fram eins og áður sagði á fimmtudag kl. 16:00 að íslenskum tíma eða kl. 19:00 að staðartíma.
Það verður spennandi að fylgjast með drengjunum í þessu leik en þeir eiga fullt erindi í þetta lið Nömme Kalju en þurfa að sýna góðan leik til að klára þetta verkfefni á erfiðum útivelli.
ÁFRAM FRAM