fbpx
Liðið og guttar

Jafntefli gegn Nömme Kalju í síðari leiknum í dag.

Liðsmynd EvrópaEvr­ópu­draum­ur okkar Framara  er úti þetta árið. Það var ljóst  eft­ir  jafn­tefli við Nömme Kalju frá Eistlandi í síðari leik liðanna en leikið var í Eistlandi. Lokatölur í kvöld 2-2 sem verða að teljast ásættanleg úrslit en það dugði því miður skammt. Eins og flestum er kunnugt töpuðum við fyrri leiknum á Laugardalsvelli 0-1 og töpuðum  því saman
lagt 3-2.
Það var alltaf ljóst að það yrði erfitt að ná sigri ytra  en eins og ég hef verið að lýsa eftir þá getum við ýmislegt í fótbolta en þurfum bara að sýna það og þora að sýna hvað við getum.  Úrslitin í kvöld er því ásættanleg  og gefur drengjunum vonandi smá búst fyrir leikinn gegn Fylki á mánudag.  Staðan í hálfleik í kvöld var 1-1, það var Einar Bjarni sem skoraði fyrir okkur FRAMara á 25 mín eftir aukaspyrnu. Eistarnir komust svo yfir í síðari hálfleik en við náðum  að jafna  á 65 mín með marki frá hinum miðverðinum okkar Tryggva Sveini. Bæði þessi mörk komu eftir aukaspyrnu frá Jóa Kalla.  Lokatölur  2-2, samanlagt 3-2 og þar með höfum við lokið keppni þetta árið.
ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!