fbpx
FRAM - ÍR

Flottur sigur FRAM stúlkna á Húsavík

2014_07_07_0878Það var um 20 stiga hiti á Húsavík þegar stelpurnar okkar mættu til leiks á Húsavíkurvelli í dag.
Leikurinn í dag byrjaði fjöruglega og við FRAMarar höfðum tök á þessum leik frá upphafi, við vorum betri á öllum sviðum og hefðum átt að skora meira í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0-1 FRAM í hag en það var Dagmar Mýrdal sem setti markið  á 14 mín, flott mark hjá Dagmar.
Síðari hálfleikur byrjaði rólega, það var eins og okkar stelpur hefðu það á tilfinningunni að þetta myndi gerast af sjálfu sér og það kom heldur betur í hausinn á þeim.  Á 55. mín fengum við á okkur mark úr vítaspyrnu og staðan 1-1.  Þá var eins og við vöknuðum aftur og áttuðum okkur á því að það þarf að vinna fyrir sigrum.   Við vöknuðum samt mjög fljótlega eftir markið og tókum völdin aftur, við settum sem sagt 4 mörk á Húsvíkinga eftir þetta. Það voru þær Dagmar Ýr, Tinna Björk, Margrét Regina og Hulda Mýrdal sem skoruðu mörkin og öruggur sigur FRAM í höfn.  FRAM stelpur voru miklu betri í þessum leik og hefðu aldrei átt að vera í vandræðum með þennan leik, voru það svo sem ekki.  Betri allan leikinn, vel gert stelpur.

ÁFRAM FRAM

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!